Stjórnlagaþingið

Meiri vitleysan þetta blessaða stjórnlagaþing. Óþarfa peningaeyðsla einmitt þegar á peningunum þarf á að halda.

Útkoman mun einfaldlega vera snyddur sem fyrir löngu var vitað að æskilegt væri að gera. Stjórnarskrárbreyting kemur ekki til með að breyta hegðan fólks og er í raun ekki ætlað það hlutverk. Almennum lögum er ætlað að hafa áhrif á hegðan fólks með boðum og bönnum. Stjórnarskrám er fyrst og fremst ætlað að veita borgurunum vernd gegn mistbeitingu ríkisvaldsins af hendi þeirra sem fara með það hverju sinni. Henni er ætlað að standa vörð grundvallarréttindi borgaranna að því leyti sem löggjafinn misbeiti ekki valdi sínu og setji lög sem gangi gegn þeim réttindum. Það óréttlæti og þær hörmungar sem nú ganga yfir Ísland eiga rót sína að rekja til athafnaleysis löggjafans fremur en hann hafi orðið þeirra valdandi með lagasetningu.

Almenningur virðist að miklu leyti ekki átta sig á stöðu og hlutverki stjórnlaga. Væri ekki rétt að skýra þetta fyrir fólki? Ef til vill myndi þá frambjóðendum fækka úr rúmum 500 í aðra eðlilegri tölu þegar það rennur upp fyrir því að það er ekki að taka þátt í sköpun á nýju Íslandi heldur leggja til breytingar sem fræðimenn og lagaprófessorar hafa fyrir löngu bent á að séu æskilegar. Nýstárlegar hugmyndir framtakssamra bjartsýnismanna koma til með að vera skotnar niður um leið og bent hefur verið á fáránleikann, misskilninginn og fáfræðina. Að lokum verður álíka spennandi að sitja á stjórnlagaþinginu og í efnahags- og skattanefnd.

Veikburða ríkisstjórnin gaf hins vegar eftir rödd óupplýsts fólksins sem taldi sig eiga heimtur á að byggja upp nýtt Ísland. Úr því að svo er komið verður væntanlega ekki við snúið. Sumir gera sér þó grein fyrir því starfi sem sóttst er eftir. Vonandi er að kjósendur nái að greina kjarnann frá hisminu. Að hið nýja fyrirkomulag um undurbúning stjórnarskrárbreytinga verði okkur ekki fjötur um fót við þessar þó mikilvægu breytingar.


mbl.is Beðið eftir því að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband